Um okkur

Gleraugað var stofnað árið 1992 og hefur síðan þá verið til húsa í Bláu húsunum í Skeifunni í Reykjavík. Árið 2000 keypti Kristinn Kristinsson sjóntækjafræðingur verslunina og síðan þá hefur hún vaxið og dafnað. Í dag má finna Gleraugað á þremur mismunandi stöðum í Reykjavík. Fyrir utan verslunina í Bláu húsunum tók Gleraugað yfir Gleraugnasmiðjuna í Kringlunni árið 2012 og árið 2014 var opnuð ný og glæsileg verslun að Skólavörðustíg 2 í miðbæ Reykjavíkur sem fékk nafnið 101 Optic.
Gleraugað hefur alla tíð lagt áherslu á gæði og góða þjónustu og er í öllum verslunum að finna sérhæft starfsfólk sem hjálpar til við að finna bestu umgjörðina fyrir hvern og einn og leiðbeina fólki með mismunandi lausnir, hvort sem um er að ræða gler eða linsur.
Sjóntækjafræðinga með réttindi til sjón- og linsumælinga er að finna í öllum verslununum og er hægt að panta tíma í sjón- og linsumælingu bæði hér á síðunni og í síma.